Hvað varð um restina af fréttinni?

Maðurinn hringdi í "fréttastofu" vísis/stöðvar 2 og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna (sjá hér). Hann hefur eflaust útskýrt það frekar en fjölmiðlar þegja sem fyrridaginn... Án þess að nokkuð geti afsakað brjálæðislegt aksturslag á risa jeppa í miðri borg, þá verður ekki öll sagan sögð fyrr en ástæða mannsins fyrir verknaðinum verður gefin upp.

 


mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánar í Morgunblaðinu

Um hvað bankinn sem skaut heimili manns undan honum hefði getað fengið margar krónur fyrir það.

Greyið bankinn.

 


mbl.is Margir höfðu samband vegna hússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ORF sleppir erfðabreyttum lyfjaplöntum í íslenska náttúru

ORF Líftækni hf. (ORF Genetics Ltd.) hefur verið með leyfi til ræktunar erfðabreyttra lyfjaplantna á allt að 10 hektara svæði (100.000 m2) í sjálfu landbúnaðarhéraðinu frá árinu 2003, n.t.t. á jörð Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þó enn sem komið er hafi ræktunin farið fram á mun minna svæði. Þegar þetta leyfi var gefið út af Umhverfisstofnun höfðu litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum lyfjaplantnanna á vistkerfið eða lífverur innan þess, en þeir aðilar sem ættu að hafa eftirlit s.s. Landbúnaðarháskólinn (LBHÍ) og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (RALA) eiga ekki aðeins hlut í fyrirtækinu, heldur spratt hugmyndin þaðan og varð að veruleika vegna þeirra.

Golden Promise (GP) er heiti byggsins sem upphaflega varð fyrir valinu til þess að geta af sér hinar ýmsu markaðsvörur ORF, en skv. Einari Mäntylä, yfirmanni hugverkasviðs og meðstofnanda ORF líftækni hf. hefur nú verið hönnuð dökklituð gerð af GP sem aðstandendur kalla Dimmu. Dimma og fræ hennar eru betur aðgreinanleg frá öðru byggi en til stendur að gera rannsóknir á því hvort Dimma haldi öðrum eiginleikum Golden Promise, s.s. þoli í íslenskri náttúru, þrátt fyrir erfðabreytinguna sem veldur hinum dekkri lit - splæsingu litagensins inn í DNA kóða plöntunnar. Erfðabreytingar geta nefnilega haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar, og eitt aðkomugen getur raskað allri heildinni - valdið einhverju allt öðru eða breytt miklu fleiri eiginleikum en ætlunin var.

Afurðirnar, sérvirku próteinin, sem ORF hyggst rækta í byggplöntum verða ekki framleiddar án aðstoðar lífvera, en hingað til hafa verið nýttar til þess bakteríur, gersveppir eða dýrafrumur og framleiðslan farið fram í verksmiðjum. Sú aðferð sem ORF hefur verið að gera tilraunir með felst í því að splæsa geni inn í DNA kóða byggyrkisins, áður Golden Promise og nú Dimmu, sem veldur því að plantan framleiðir í fræjum sínum það sérvirka prótein sem óskað er eftir hverju sinni. Sérvirk prótein geta verið af ýmsum toga, en þekktust meðal þeirra eru hinar ýmsu tegundir hormóna og önnur prótein sem þjóna svipuðum tilgangi og hormón. Þau sérvirku prótein sem ORF hefur þegar fengið leyfi til útiræktunar á kallast vaxtarþættir, en það er stór og fjölbreyttur flokkur efna sem valda breytingu á starfsemi fruma, sum þeirra sérhæfðri en önnur almennri. Ýmis virk prótein, sterar og annars konar hormón, t.d. Hgh (Human growth hormone) flokkast sem vaxtarþættir.

Nú stendur til að endurnýja leyfi Umhverfisstofnunnar til ORF líftækni hf. um ræktun lyfjabyggs í landi Landgræðslunnar í Gunnarsholti, þó enn hafi stjórnvöld enga kröfu gert um rannsóknir á umhverfisáhrifum genabreyttu lífverunnar eða lyfjanna sem plantan framleiðir, svo möguleikinn á áhrifum lyfjaplantnanna á vistkerfi, dýr og menn stendur eftir sem áður opinn. Einu kröfurnar sem gerðar eru til ORF líftækni hf. um varúð virðast reyndar koma frá Evrópusambandinu, en jafnvel Umhverfisstofnun virðist hafa lagst á eitt með sprotafyrirtækinu um að koma hugmyndinni í verð og lítur undan þegar ORF lýgur til um umfang ræktunarinnar og tilgang hennar í skýrslu sinni til ESB.

RALA framkvæmdi reyndar rannsóknir fyrir ORF á árunum 2001-2005, en þær stuðluðu að því að finna lyfjabygginu ákjósanlegt ræktarland, auk þess sem sumrin 2003 og 2004 fór fram rannsókn á dreifingu og möguleika víxlfrjóvgunar og þ.a.l. kynblöndunar Golden Promise yrkisins við aðra tegund. Eins og ljóst er þótti Gunnarsholt góður staður til framleiðslu lyfjabyggsins, en í sömu skýrslu kemst RALA að þeirri niðurstöðu, byggt á fyrrnefndri rannsókn, að víxlfrjóvgun GP við aðrar tegundir sé með öllu ómöguleg og að annars konar dreifing sé illmöguleg. Þó fjúka nokkur fræ yfir 20 metra í hvassviðri, og mýs og gæsir éta stóran hluta af einum reitnum. Mannleg mistök urðu til þess að annar reitanna var ómarktækur í uppgjöri.

Bygg er almennt sjálffrjóvga planta, sem þýðir að möguleikar á víxlfrjóvgun við aðrar tegundir eða byggyrki eru litlir, en óháðir sérfræðingar benda á að tvö sumur, eða rúmt ár, sé afar takmarkaður tími þegar náttúran á í hlut og telja þeir ómögulegt að fullyrða nokkuð um dreifingu eða möguleika víxlfrjóvgunar byggt á svo takmarkaðri rannsókn. Ennfremur sé dreifing plöntunnar langt frá því að vera eina hættan þegar rækta á hormón og önnur sérvirk prótein í erfðabreyttum matvælum á opnu svæði í náttúrunni. Þá hefur reynsla umheimsins hingað til af ræktun lyfjamatvæla í engu hrakið gagnrýnisraddir heldur aðeins gefið okkur enn frekari ástæðu til þess að óttast slíka ræktun í óvarinni náttúrunni, og í ljós hefur komið að jafnvel þegar allrar varúðar er gætt og öllum rannsóknum og eftirliti er sinnt, verður mönnum á og slys af völdum mannlegra mistaka virðast lítið annað en tímaspursmál.

Möguleg vensl gena og genamengja eru fleiri talsins en öll atóm alheimsins. Tæmandi vitneskja um erfðafræði er því ekki í sjónmáli, og trúlegast er að líkindafræði verði ávallt látin fylla upp í stór göt vísindalegrar vitneskju þegar erfðafræðin er annars vegar. Auk þess er erfðafræðin ung fræðigrein og þrátt fyrir gríðarlegar framfarir er krefjandi spurningum ósvarað. Þegar þessi ungu fræði eru síðan sett í stærra samhengi og þau tengd síbreytilegri náttúrunni er vitneskja mannsins hreinlega hverfandi. Ástæða þess að ORF vilja rækta lyfjabyggið úti við er einungis til þess að spara við sig kostnað, og enn og aftur er verið að setja allan almenning í ábyrgð fyrir fjárhættuspilara, nema í þetta skiptið er miklu meira í húfi en bara peningar. Allur landbúnaður, íslensk náttúra, heilsa manna og dýra og jafnvel drykkjarvatnið okkar er sett að veði, að okkur forspurðum.

 

___________

 


Undirskriftarlisti gegn leyfinu

Facebook síða gegn erfðabreyttum matvælum og lyfjaplöntum

Skýrsla um rannsóknir RALA fyrir ORF Líftækni hf. (pdf)

Tilkynning ORF Líftækni hf. til UST um sleppingu erfðabreytts lyfjabyggs (pdf)

Óháður vefur um erfðabreyttar lyfjaplöntur

Álit Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur, sjá tvö sérálit

Umsagnarálit Kristínar Völu Ragnarsdóttur, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ

 

 


mbl.is Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur hvers?

Almenningur er víst mögulega réttmætir pappírseigendur hússins, þess sem lögregla hefur nú nokkurn veginn eyðilagt, á launum hjá almenningi.

Pappírseigandi hússins í augnablikinu er nefnilega ÁF hús ehf., eignarhaldsfélag í eigu Ágústs Friðgeirssonar, sem er skv. því sem ég kemst næst, bróðir Ásgeirs Friðgeirssonar fyrrum talsmanns og upplýsingafulltrúa Björgólfanna. Vatn og land ehf. - eignarhaldsfélag í eigu Samson Properties, sem þeir Björgólfsfeðgar áttu áður en það varð gjaldþrota - átti einhvern helling af grotnandi húsum í miðbænum, sem öll átti að rífa til rýmingar fyrir glerhallir í formi hótela, verslunarmiðstöðva og glæsiíbúða. Fimm húsanna grotnandi keyptu ÁF hús ehf. skv. heimildum, af Samson Properties áður en þeir fóru á hausinn. Rómurinn er hinsvegar sá að það hafi í raun verið Björgólfarnir sem keyptu húsin af sjálfum sér í gegnum bróður talsmannsins, til þess að missa þau ekki þrátt fyrir gjaldþrotið.

Nú hefur Samson Properties farið á hausinn og er því komið í eigu Landsbankans. Landsbankinn hefur verið þjóðnýttur, almenningur á hann. Þ.a.l. á líklega almenningur húsið, löglega líka.

Hvers rétt, og hvers konar rétt eða hugmyndafræði, er þá verið að verja, með ofbeldisfullum aðgerðum lögreglunnar?

 


mbl.is Komnir upp á aðra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélsög og piparúði til varnar, u... hvers?

 Í aðgerðum sínum við að fá valdleysissinna og annað félagshyggjufólk út úr annars auðu og grotnandi húsi, notaðist lögreglan við hin ýmsu verkfæri s.s. kúbein, vélsög, kylfur, piparúða og táragas. Að sögn lögreglu og eiganda hússins var aðgerðin framkvæmd fyrst og fremst til varnar þeirra sem þar höfðu komið sér fyrir. Hættan sem steðjaði að þeim var kakkalakkar og vatnsleysi - þar til lögregla skarst í leikinn.

Enginn meiddist að sögn lögreglu, en myndir af vettvangi sýna annað, og mér hafa borist fréttir af nokkuð alvarlega slösuðu fólki sem flutt var á spítala þegar það losnaði loks úr haldi lögreglunnar. Það var hvorki vatnsleysið né kakkalakkarnir sem fóru svona illa með hlutaðeigandi, heldur aðgerðir lögreglunnar - gegn vökvaskorti og hryggleysingjum.

---

Hér að neðan er svo stolin færsla af jonas.is, held að mögulega hafi hann Jónas enn og aftur hitt naglann á höfuðið:

15.04.2009

Stefán fari til sálfræðings

Tek undir tillögur um, að Stefán Eiríksson lögreglustjóri Reykjavíkur leiti til sálfræðings. Hefur undarlegar hugmyndir um hættulegt fólk. Hann beitir gasi á fólk, sem er inni í húsi. Hverjum var það fólk hættulegt, löggunni? Við hvaða neyð var hann að bregðast? Neyð slömmlorda, sem safna miðbæjarlóðum til að reisa verzlunarmiðstöð? Hver þarf nýja Kringlu? Hann beitir vélsögum á gamlar mubblur til að hindra skemmdir á húsnæði, sem á að rífa. Er Stefán með öllum mjalla? Getur ekki dómsmálaráðherra reynt að hafa hemil á þessu galna liði, sem Björn Bjarnason hermálaráðherra safnaði til að áreita fólk?


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangfærslur í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins

Reykjavíkur Akademían hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að orð fræðimanna Akademíunnar, sem notuð voru í heilsíðuauglýsingu Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag, séu ekki aðeins slitin úr samhengi, heldur sé málsgreinum beinlínis logið upp á þau. Nú hefur einnig tilkynning borist frá Félagi umhverfisfræðinga, þar sem segir m.a.:

 "Í Morgunblaðinu í gær, 8. apríl, birtist heilsíðuauglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í nokkrar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga og talað um harða gagnrýni þeirra á frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. [...] Félag umhverfisfræðinga telur að auglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokks sé til þess gerð að valda misskilningi varðandi um hvað umsögn félagsins raunverulega fjallaði. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi harmar það að stjórnmálaflokkur skuli slíta úr samhengi umsögn fagfélags og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar á þennan hátt í pólitískum tilgangi."

Enn fremur er sú gagnrýni sem fram kemur í umsögn umhverfisfræðinganna um frumvarpið í þveröfuga átt við stefnu Sjálfstæðisflokksins, en félagið vill t.a.m. að orðalag í tengslum við nýtingu og eign náttúruauðlinda verði skoðað betur, til verndar náttúrunni og auðlindum hennar. 

Ég er viss um að frumvarpið (til breytinga á stjórnarskránni) mætti bæta heilan helling, efast ekki um það þrátt fyrir að hafa enn ekki séð það í heild, en svo mikið er víst að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa ekki fyrir þeim breytingum til batnaðar sem ég á við, enda bera þeir ekki annarra hag en sinn eigin fyrir brjósti, og láta ekkert stoppa sig í óforskammaðri baráttu sinni við að halda völdunum áfram á sömu fáu höndunum.

 


mbl.is Fordæma rangfærslur í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýtt undir rassinn á Sjálfstæðisflokki

Þrátt fyrir að í þetta skiptið sé bæklingurinn um skoðanakönnunina ekki látinn fylgja fréttinni má fastlega gera ráð fyrir því að hún sé framkvæmd á sama eða svipaðan hátt og undanfarnar skoðanakannanir Capacent Gallup. Ef fólk er óákveðið þegar það er spurt hvað það hyggst kjósa hefur verið þrýst á það að svara, og síðan spurt „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“ eins og kemur fram í síðasta bloggi mínu, og sjá má í bæklingi Capacent hér (síðu 2). 

Útgefinn bæklingur Capacent hefur, eftir því sem ég best veit, hingað til verið látinn fylgja "fréttum" af skoðanakönnunum þeirra (á pdf formi), svo ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér hver er skýring þess að því er ekki að skipta nú. Mögulega eru þeir bara hræddir um að of margir sjá hversu óheiðarlega þessar "skoðanakannanir" þeirra eru framkvæmdar, en mögulega hefur líka spurningalistanum eitthvað verið breytt, jafnvel verið bætt við hann fjórðu spurningu: hvort myndirðu frekar; drekka fullan bolla af blóði, eða kjósa Sjálfstæðis?

 


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta löglegt?

Enn og aftur er skoðanakönnun framkvæmd á virkilega ósiðlegan hátt, ef löglegan, og niðurstaða hennar afbakaður skrumskælingur sannleikans, ef ekki hreinlega lygi.

 

Fréttinni hér að neðan fylgir útgefið rit Capacent á pdf formi um framkvæmd og niðurstöður könnunarinnar. Á síðu 2 má finna eftirfarandi texta: 

 Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum:
„Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“
Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði
líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort
er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna
flokkanna?“

Hvernig niðurstaðan er síðan reiknuð út kemur hvergi fram. Þriðja spurningin týnir til öll þau mögulega-mögulegu atkvæði Sjallanna, en hvað verður þá um tölur þeirra sem svara þriðju spurningunni neitandi?? Hverjir hagnast á nei-unum? Þetta kemur hvergi fram í bæklingnum um skoðanakönnunina, en það verður að teljast líklegast að þau komi engum hinna flokkanna til góða, en stuðli þannig enn fremur að hærri tölum Sjálfstæðisflokksins.

En það eru þó góðar fréttir, að þrátt fyrir allan þennan samtýning komist Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema í þriðja sæti NV kjördæmis!

 


mbl.is Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru ekki mótmælendur sem vanvirða Alþingi...

...Heldur eru það þingmennirnir sjálfir, og þar fara að sjálfsögðu fremstir í flokki þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Mig langar bara að segja til hamingju Sjálfstæðismenn! Ykkur hefur enn og aftur tekist að sanna fyrir þjóðinni að ykkur stendur nákvæmlega á sama um hana.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld ættu að biðja þjóð sína afsökunar

Stjórnvöld ættu að sjálfsögðu að biðja alla ítölsku þjóðina afsökunar á því að hafa ekki hlustað á varnaðarorð jarðvísindamannsins og kallað þau hrakspár. Þó sérstaklega þá sem verst urðu fyrir barðinu á náttúruhamförunum, bæjarbúa L'Aquila, en auðvitað ekki síður vísindamanninn sem fékk á sig lögreglukæru fyrir það að vita fyrirfram og reyna að segja frá því.


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband