Orð Össurar verða að fyrirsögn á mbl

Yfirleitt hefur það aðeins verið á færi háttsettra Sjálfstæðismanna að fá orð sín hoggin í fyrirsagnir Moggans og mbl, en nú hefur Össuri Skarphéðinssyni iðnaðar- og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar tekist að fá að njóta þess vafasama heiðurs.

Vegna komu tveggja manna til landsins, þeirra John Perkins og Michael Hudson, fyrirlestra og viðtala sem þeir hafa veitt varðandi aðkomu IMF og yfirlýsingar um rökstuddar áhyggjur af fyrirætlunum sjóðsins hérlendis bendir Össur á lög, skrifuð af honum sjálfum, sem eiga að tryggja þjóðareign orkuauðlindanna. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ekkert í lögunum bannar það að hlálegt verð sé tekið fyrir sölu orkunnar sjálfrar þrátt fyrir að sárin í náttúru landsins verði áfram formlega okkar.

 

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er John Perkins höfundur bókarinnar Confessions of an Economic Hitman, sem segir frá áratugs starfi hans fyrir CIA sem efnahagslegur árásarmaður. Perkins hefur á ýmsum vettvangi fjallað um meginatriði þess sem kemur fram í bókinni, en starf hans fólst að eigin sögn í því að knésetja hagkerfi heilla landa svo erlendir auðmenn gætu komið á eftir og látið greipar sópa. Hann telur fullvíst að Ísland hafi þegar orðið fyrir slíkri árás, og að IMF sé liður í áformum stórglæpamannanna.

Michael Hudson er alls óskyldur Perkins, þó þeir hafi verið boðaðir til landsins á sama tíma, en Hudson starfar sem rannsóknarprófessor í hagfræði við Missouri háskóla í Kansas, BNA. Hudson hefur einnig lýst yfir þungum áhyggjum varðandi aðkomu IMF að skuldafeni landsins, en hann telur víst að Ísland muni aldrei geta borgað allar sínar skuldir, og það mikilvægasta sé að þjóðin og ráðamenn átti sig á því sem fyrst. Hudson segir það skipta öllu máli að við tökum ekki á okkur frekari skuldbindingar sem við eigum enga möguleika á að standa við, og sérstaklega ekki við aðila á borð við IMF.

 

Hér, á vef Eyjunnar má finna umræðu um þá Perkins og Hudson 

Og hér, á bloggi Láru Hönnu er hægt að horfa á viðtölin við þá í Silfri Egils


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir!

Það er óumdeilanlega mikið fagnaðarefni að Eva Joly skuli lýsa yfir áhuga og vilja til þess að veita okkur aðstoð við rannsókn og skipulagningu rannsóknar á hruninu og mögulegri glæpastarfsemi sem því fylgdi, og fylgir sjálfsagt enn. Nú er nauðsynlegt að við notum sameiginlega krafta okkar til þrýsta á alla þá sem mögulega geta eitthvað haft með það að gera að við fáum að sjá alvöru rannsókn verða að veruleika, en rétt eins og Joly tók fram í Silfrinu, er það er auðvitað algjörlega nauðsynlegt samfélaginu að sannleikurinn verði dreginn fram á sjónarsviðið og að réttlætinu verði fullnægt. 

 

Endilega skráið ykkur í Facebook áskorunina á yfirvöld að taka í útrétta hjálparhönd Evu Joly, og ég mæli með að allir sem ekki hafa séð viðtalið við hana kíki á það hér, á síðunni hennar Láru Hönnu.

 


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla...ður?

...Og fólk þóttist ekki skilja hvers vegna ný stjórn vildi ekki hafa hann á bak við sig á bjöllunni þegar hennar fólk er í pontu!

 

Þetta hefur allt verið sagt alltof oft, fyrir utan að auðvitað við vissum það öll fyrir: Vinstri grænir áttu ekki mótmælin, og mótmælendur gengu ekki fram með ofbeldi.

 

 


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

29 prósentustig - af hve mörgum?

Bíddu, bíddu, hvernig er unnið úr upplýsingum hjá þessu "upplýsingafyrirtæki", Capacent? Þrýst var á óákveðna að svara því til hvað væri líklegast að yrði fyrir valinu, og ef viðkomandi gat enn ekki ákveðið sig var spurt hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri líklegri en eitthvað annað. Niðurstaða Capacent virðist síðan sýna fylgi Sjálfstæðisflokks eftir að þrýst hefur verið á þá lauslega óákveðnu, öll möguleg atkvæði dregin inn í þeirra hlið jöfnunnar, en hvert fóru atkvæði þeirra sem sögðu "eitthvað annað"? Var þeim bara hent út um gluggann, eða var þeim dreift flatt á línuna? Fóru þau kannski líka til Sjálfstæðisflokksins? Framsóknar?

 

Koma skoðanakannanir í mismunandi niðurstöðum, eða er bara hægt að panta einn lit, þ.e. bláan? 

 .

 .

Athyglisvert líka að Ríkisútvarpið og Morgunblaðið skuli standa saman fyrir því að láta gera skoðanakönnun af þessu tagi... Málgagn Sjálfstæðisflokksins og hvað, sjónvarp allra landsmanna?

 

Endilega kíkið á bæklinginn sem Capacent gefur út um hina meintu skoðanakönnun og reynið að finna út hvað varð um hin munaðarlausu atkvæði óákveðna fólksins...

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50 störf horfin vegna hvalveiða

Persónulega er ég á móti hvalveiðum einfaldlega fyrir það sem þær eru og finnst ekki þurfa frekari skýringa við, en þætti afsakanlegt að grípa til þeirra ef menn sæju fram á að svelta öðrum kosti, sem enn er ekki raunin. Í ljós hefur þó komið, skýrt og greinilega að fyrir alla, utan eins manns, hafa hvalveiðarnar raunverulega enga kosti. Ekki einn.

 

Eftirfarandi texti var tekinn af jonas.is:

 

Þingmenn styðja ruglið


Fimmtíu manns missa vinnuna hjá Frostfiski í Þorlákshöfn, því að Waitrose í Bretlandi hætti viðskiptum vegna hvalveiða. Samtals munu nokkur hundruð manns missa vinnu vegna Waitrose og er þó ekki á bætandi. Allt gerist þetta, því að hálfbilaður auðmaður vill fórna milljörðum til að halda úti óarðbærum hvalveiðum. Hefur reynt að selja hvalkjötið til Japans, en ekki tekizt. Þar hefur það legið í gámum og auðmaðurinn orðið að kaupa það til baka. Japanir éta ekki lengur hvalkjöt. Ríkisstjórnin ákvað að sætta sig við geðsjúkar hvalveiðar út allt þetta ár. Enda er meirihluti þingmanna fylgjandi ruglinu.

 ----

 


mbl.is Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt ályktað

Í tengslum við nýlegar skoðanakannanir hefur ítrekað verið rangt ályktað, og talað hefur verið um ómarktækan mun á fylgi flokkanna sem söguleg tíðindi.

 

Raunveruleg niðurstaða þessarar skoðanakönnunar (skv. þessum tölum) er sú að líkur standa til að 16,1% þjóðarinnar séu enn nokkuð ákveðin í að kjósa Sjálfstæðisflokk og 9.4% Framsókn. Þessar tölur eru að sjálfsögðu sorglega háar á miðað við það sem á undan hefur gengið, en enga að síður miklum mun minni, og minna sorglegar, en þær sem hafðar eru uppi í "frétt" mbl. Athugavert er í þessu samhengi að fjölda þáttakenda í skoðanakönnunni er ekki getið og þ.a.l. ekki hversu marktæk hún er.

 

Það áhugaverða við skoðanakönnunina er hins vegar það að tæp 40% eru ekki tilbúin til að svara því til hvað þau myndu kjósa, en mér þykir ekki ólíklegt að stór hluti þeirra atkvæða muni falla til vinstri, og þ.a.l. ekki hækka fylgi Sjálfstæðisflokks.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir leggst gegn beinu lýðræði

Það má kannski spyrja sig hvers annars væri að vænta, þegar maðurinn veit jafn vel og við hin að ef allt væri lagt á borðið og raunverulegt, virkt lýðræði væri við lýði, þá næðu þeir aldrei manni inn á þing.


Forsendurnar eru öllum kunnar, og niðurstaðan er ljós, í orðræðunni um hæfni Sjálfstæðisflokksins til að fara með völd okkar lýðsins í þágu alls almennings, og af þeim sökum ekki ákjósanleg afþreying að lenda í karpi um súbjektið. En á hinn bóginn þá virðast alltaf vera einhverjir sem hreinlega vilja ekki opna augun og halda fast í þá trú að Stálsæðisflokkurinn bjóði upp á flesta og besta möguleika, en ómögulegt virðist vera að koma þeim hinum sömu í skilning um, þrátt fyrir þess óumflýjanlegar sannanir, að orð þeirra og loforð eru ekki nokkurs virði.

 

 


mbl.is Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband