Vélsög og piparúði til varnar, u... hvers?

 Í aðgerðum sínum við að fá valdleysissinna og annað félagshyggjufólk út úr annars auðu og grotnandi húsi, notaðist lögreglan við hin ýmsu verkfæri s.s. kúbein, vélsög, kylfur, piparúða og táragas. Að sögn lögreglu og eiganda hússins var aðgerðin framkvæmd fyrst og fremst til varnar þeirra sem þar höfðu komið sér fyrir. Hættan sem steðjaði að þeim var kakkalakkar og vatnsleysi - þar til lögregla skarst í leikinn.

Enginn meiddist að sögn lögreglu, en myndir af vettvangi sýna annað, og mér hafa borist fréttir af nokkuð alvarlega slösuðu fólki sem flutt var á spítala þegar það losnaði loks úr haldi lögreglunnar. Það var hvorki vatnsleysið né kakkalakkarnir sem fóru svona illa með hlutaðeigandi, heldur aðgerðir lögreglunnar - gegn vökvaskorti og hryggleysingjum.

---

Hér að neðan er svo stolin færsla af jonas.is, held að mögulega hafi hann Jónas enn og aftur hitt naglann á höfuðið:

15.04.2009

Stefán fari til sálfræðings

Tek undir tillögur um, að Stefán Eiríksson lögreglustjóri Reykjavíkur leiti til sálfræðings. Hefur undarlegar hugmyndir um hættulegt fólk. Hann beitir gasi á fólk, sem er inni í húsi. Hverjum var það fólk hættulegt, löggunni? Við hvaða neyð var hann að bregðast? Neyð slömmlorda, sem safna miðbæjarlóðum til að reisa verzlunarmiðstöð? Hver þarf nýja Kringlu? Hann beitir vélsögum á gamlar mubblur til að hindra skemmdir á húsnæði, sem á að rífa. Er Stefán með öllum mjalla? Getur ekki dómsmálaráðherra reynt að hafa hemil á þessu galna liði, sem Björn Bjarnason hermálaráðherra safnaði til að áreita fólk?


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband