Réttur hvers?

Almenningur er víst mögulega réttmætir pappírseigendur hússins, þess sem lögregla hefur nú nokkurn veginn eyðilagt, á launum hjá almenningi.

Pappírseigandi hússins í augnablikinu er nefnilega ÁF hús ehf., eignarhaldsfélag í eigu Ágústs Friðgeirssonar, sem er skv. því sem ég kemst næst, bróðir Ásgeirs Friðgeirssonar fyrrum talsmanns og upplýsingafulltrúa Björgólfanna. Vatn og land ehf. - eignarhaldsfélag í eigu Samson Properties, sem þeir Björgólfsfeðgar áttu áður en það varð gjaldþrota - átti einhvern helling af grotnandi húsum í miðbænum, sem öll átti að rífa til rýmingar fyrir glerhallir í formi hótela, verslunarmiðstöðva og glæsiíbúða. Fimm húsanna grotnandi keyptu ÁF hús ehf. skv. heimildum, af Samson Properties áður en þeir fóru á hausinn. Rómurinn er hinsvegar sá að það hafi í raun verið Björgólfarnir sem keyptu húsin af sjálfum sér í gegnum bróður talsmannsins, til þess að missa þau ekki þrátt fyrir gjaldþrotið.

Nú hefur Samson Properties farið á hausinn og er því komið í eigu Landsbankans. Landsbankinn hefur verið þjóðnýttur, almenningur á hann. Þ.a.l. á líklega almenningur húsið, löglega líka.

Hvers rétt, og hvers konar rétt eða hugmyndafræði, er þá verið að verja, með ofbeldisfullum aðgerðum lögreglunnar?

 


mbl.is Komnir upp á aðra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband