Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað varð um restina af fréttinni?

Maðurinn hringdi í "fréttastofu" vísis/stöðvar 2 og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna (sjá hér). Hann hefur eflaust útskýrt það frekar en fjölmiðlar þegja sem fyrridaginn... Án þess að nokkuð geti afsakað brjálæðislegt aksturslag á risa jeppa í miðri borg, þá verður ekki öll sagan sögð fyrr en ástæða mannsins fyrir verknaðinum verður gefin upp.

 


mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánar í Morgunblaðinu

Um hvað bankinn sem skaut heimili manns undan honum hefði getað fengið margar krónur fyrir það.

Greyið bankinn.

 


mbl.is Margir höfðu samband vegna hússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ORF sleppir erfðabreyttum lyfjaplöntum í íslenska náttúru

ORF Líftækni hf. (ORF Genetics Ltd.) hefur verið með leyfi til ræktunar erfðabreyttra lyfjaplantna á allt að 10 hektara svæði (100.000 m2) í sjálfu landbúnaðarhéraðinu frá árinu 2003, n.t.t. á jörð Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þó enn sem komið er hafi ræktunin farið fram á mun minna svæði. Þegar þetta leyfi var gefið út af Umhverfisstofnun höfðu litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum lyfjaplantnanna á vistkerfið eða lífverur innan þess, en þeir aðilar sem ættu að hafa eftirlit s.s. Landbúnaðarháskólinn (LBHÍ) og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (RALA) eiga ekki aðeins hlut í fyrirtækinu, heldur spratt hugmyndin þaðan og varð að veruleika vegna þeirra.

Golden Promise (GP) er heiti byggsins sem upphaflega varð fyrir valinu til þess að geta af sér hinar ýmsu markaðsvörur ORF, en skv. Einari Mäntylä, yfirmanni hugverkasviðs og meðstofnanda ORF líftækni hf. hefur nú verið hönnuð dökklituð gerð af GP sem aðstandendur kalla Dimmu. Dimma og fræ hennar eru betur aðgreinanleg frá öðru byggi en til stendur að gera rannsóknir á því hvort Dimma haldi öðrum eiginleikum Golden Promise, s.s. þoli í íslenskri náttúru, þrátt fyrir erfðabreytinguna sem veldur hinum dekkri lit - splæsingu litagensins inn í DNA kóða plöntunnar. Erfðabreytingar geta nefnilega haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar, og eitt aðkomugen getur raskað allri heildinni - valdið einhverju allt öðru eða breytt miklu fleiri eiginleikum en ætlunin var.

Afurðirnar, sérvirku próteinin, sem ORF hyggst rækta í byggplöntum verða ekki framleiddar án aðstoðar lífvera, en hingað til hafa verið nýttar til þess bakteríur, gersveppir eða dýrafrumur og framleiðslan farið fram í verksmiðjum. Sú aðferð sem ORF hefur verið að gera tilraunir með felst í því að splæsa geni inn í DNA kóða byggyrkisins, áður Golden Promise og nú Dimmu, sem veldur því að plantan framleiðir í fræjum sínum það sérvirka prótein sem óskað er eftir hverju sinni. Sérvirk prótein geta verið af ýmsum toga, en þekktust meðal þeirra eru hinar ýmsu tegundir hormóna og önnur prótein sem þjóna svipuðum tilgangi og hormón. Þau sérvirku prótein sem ORF hefur þegar fengið leyfi til útiræktunar á kallast vaxtarþættir, en það er stór og fjölbreyttur flokkur efna sem valda breytingu á starfsemi fruma, sum þeirra sérhæfðri en önnur almennri. Ýmis virk prótein, sterar og annars konar hormón, t.d. Hgh (Human growth hormone) flokkast sem vaxtarþættir.

Nú stendur til að endurnýja leyfi Umhverfisstofnunnar til ORF líftækni hf. um ræktun lyfjabyggs í landi Landgræðslunnar í Gunnarsholti, þó enn hafi stjórnvöld enga kröfu gert um rannsóknir á umhverfisáhrifum genabreyttu lífverunnar eða lyfjanna sem plantan framleiðir, svo möguleikinn á áhrifum lyfjaplantnanna á vistkerfi, dýr og menn stendur eftir sem áður opinn. Einu kröfurnar sem gerðar eru til ORF líftækni hf. um varúð virðast reyndar koma frá Evrópusambandinu, en jafnvel Umhverfisstofnun virðist hafa lagst á eitt með sprotafyrirtækinu um að koma hugmyndinni í verð og lítur undan þegar ORF lýgur til um umfang ræktunarinnar og tilgang hennar í skýrslu sinni til ESB.

RALA framkvæmdi reyndar rannsóknir fyrir ORF á árunum 2001-2005, en þær stuðluðu að því að finna lyfjabygginu ákjósanlegt ræktarland, auk þess sem sumrin 2003 og 2004 fór fram rannsókn á dreifingu og möguleika víxlfrjóvgunar og þ.a.l. kynblöndunar Golden Promise yrkisins við aðra tegund. Eins og ljóst er þótti Gunnarsholt góður staður til framleiðslu lyfjabyggsins, en í sömu skýrslu kemst RALA að þeirri niðurstöðu, byggt á fyrrnefndri rannsókn, að víxlfrjóvgun GP við aðrar tegundir sé með öllu ómöguleg og að annars konar dreifing sé illmöguleg. Þó fjúka nokkur fræ yfir 20 metra í hvassviðri, og mýs og gæsir éta stóran hluta af einum reitnum. Mannleg mistök urðu til þess að annar reitanna var ómarktækur í uppgjöri.

Bygg er almennt sjálffrjóvga planta, sem þýðir að möguleikar á víxlfrjóvgun við aðrar tegundir eða byggyrki eru litlir, en óháðir sérfræðingar benda á að tvö sumur, eða rúmt ár, sé afar takmarkaður tími þegar náttúran á í hlut og telja þeir ómögulegt að fullyrða nokkuð um dreifingu eða möguleika víxlfrjóvgunar byggt á svo takmarkaðri rannsókn. Ennfremur sé dreifing plöntunnar langt frá því að vera eina hættan þegar rækta á hormón og önnur sérvirk prótein í erfðabreyttum matvælum á opnu svæði í náttúrunni. Þá hefur reynsla umheimsins hingað til af ræktun lyfjamatvæla í engu hrakið gagnrýnisraddir heldur aðeins gefið okkur enn frekari ástæðu til þess að óttast slíka ræktun í óvarinni náttúrunni, og í ljós hefur komið að jafnvel þegar allrar varúðar er gætt og öllum rannsóknum og eftirliti er sinnt, verður mönnum á og slys af völdum mannlegra mistaka virðast lítið annað en tímaspursmál.

Möguleg vensl gena og genamengja eru fleiri talsins en öll atóm alheimsins. Tæmandi vitneskja um erfðafræði er því ekki í sjónmáli, og trúlegast er að líkindafræði verði ávallt látin fylla upp í stór göt vísindalegrar vitneskju þegar erfðafræðin er annars vegar. Auk þess er erfðafræðin ung fræðigrein og þrátt fyrir gríðarlegar framfarir er krefjandi spurningum ósvarað. Þegar þessi ungu fræði eru síðan sett í stærra samhengi og þau tengd síbreytilegri náttúrunni er vitneskja mannsins hreinlega hverfandi. Ástæða þess að ORF vilja rækta lyfjabyggið úti við er einungis til þess að spara við sig kostnað, og enn og aftur er verið að setja allan almenning í ábyrgð fyrir fjárhættuspilara, nema í þetta skiptið er miklu meira í húfi en bara peningar. Allur landbúnaður, íslensk náttúra, heilsa manna og dýra og jafnvel drykkjarvatnið okkar er sett að veði, að okkur forspurðum.

 

___________

 


Undirskriftarlisti gegn leyfinu

Facebook síða gegn erfðabreyttum matvælum og lyfjaplöntum

Skýrsla um rannsóknir RALA fyrir ORF Líftækni hf. (pdf)

Tilkynning ORF Líftækni hf. til UST um sleppingu erfðabreytts lyfjabyggs (pdf)

Óháður vefur um erfðabreyttar lyfjaplöntur

Álit Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur, sjá tvö sérálit

Umsagnarálit Kristínar Völu Ragnarsdóttur, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ

 

 


mbl.is Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur hvers?

Almenningur er víst mögulega réttmætir pappírseigendur hússins, þess sem lögregla hefur nú nokkurn veginn eyðilagt, á launum hjá almenningi.

Pappírseigandi hússins í augnablikinu er nefnilega ÁF hús ehf., eignarhaldsfélag í eigu Ágústs Friðgeirssonar, sem er skv. því sem ég kemst næst, bróðir Ásgeirs Friðgeirssonar fyrrum talsmanns og upplýsingafulltrúa Björgólfanna. Vatn og land ehf. - eignarhaldsfélag í eigu Samson Properties, sem þeir Björgólfsfeðgar áttu áður en það varð gjaldþrota - átti einhvern helling af grotnandi húsum í miðbænum, sem öll átti að rífa til rýmingar fyrir glerhallir í formi hótela, verslunarmiðstöðva og glæsiíbúða. Fimm húsanna grotnandi keyptu ÁF hús ehf. skv. heimildum, af Samson Properties áður en þeir fóru á hausinn. Rómurinn er hinsvegar sá að það hafi í raun verið Björgólfarnir sem keyptu húsin af sjálfum sér í gegnum bróður talsmannsins, til þess að missa þau ekki þrátt fyrir gjaldþrotið.

Nú hefur Samson Properties farið á hausinn og er því komið í eigu Landsbankans. Landsbankinn hefur verið þjóðnýttur, almenningur á hann. Þ.a.l. á líklega almenningur húsið, löglega líka.

Hvers rétt, og hvers konar rétt eða hugmyndafræði, er þá verið að verja, með ofbeldisfullum aðgerðum lögreglunnar?

 


mbl.is Komnir upp á aðra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýtt undir rassinn á Sjálfstæðisflokki

Þrátt fyrir að í þetta skiptið sé bæklingurinn um skoðanakönnunina ekki látinn fylgja fréttinni má fastlega gera ráð fyrir því að hún sé framkvæmd á sama eða svipaðan hátt og undanfarnar skoðanakannanir Capacent Gallup. Ef fólk er óákveðið þegar það er spurt hvað það hyggst kjósa hefur verið þrýst á það að svara, og síðan spurt „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“ eins og kemur fram í síðasta bloggi mínu, og sjá má í bæklingi Capacent hér (síðu 2). 

Útgefinn bæklingur Capacent hefur, eftir því sem ég best veit, hingað til verið látinn fylgja "fréttum" af skoðanakönnunum þeirra (á pdf formi), svo ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér hver er skýring þess að því er ekki að skipta nú. Mögulega eru þeir bara hræddir um að of margir sjá hversu óheiðarlega þessar "skoðanakannanir" þeirra eru framkvæmdar, en mögulega hefur líka spurningalistanum eitthvað verið breytt, jafnvel verið bætt við hann fjórðu spurningu: hvort myndirðu frekar; drekka fullan bolla af blóði, eða kjósa Sjálfstæðis?

 


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Össurar verða að fyrirsögn á mbl

Yfirleitt hefur það aðeins verið á færi háttsettra Sjálfstæðismanna að fá orð sín hoggin í fyrirsagnir Moggans og mbl, en nú hefur Össuri Skarphéðinssyni iðnaðar- og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar tekist að fá að njóta þess vafasama heiðurs.

Vegna komu tveggja manna til landsins, þeirra John Perkins og Michael Hudson, fyrirlestra og viðtala sem þeir hafa veitt varðandi aðkomu IMF og yfirlýsingar um rökstuddar áhyggjur af fyrirætlunum sjóðsins hérlendis bendir Össur á lög, skrifuð af honum sjálfum, sem eiga að tryggja þjóðareign orkuauðlindanna. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ekkert í lögunum bannar það að hlálegt verð sé tekið fyrir sölu orkunnar sjálfrar þrátt fyrir að sárin í náttúru landsins verði áfram formlega okkar.

 

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er John Perkins höfundur bókarinnar Confessions of an Economic Hitman, sem segir frá áratugs starfi hans fyrir CIA sem efnahagslegur árásarmaður. Perkins hefur á ýmsum vettvangi fjallað um meginatriði þess sem kemur fram í bókinni, en starf hans fólst að eigin sögn í því að knésetja hagkerfi heilla landa svo erlendir auðmenn gætu komið á eftir og látið greipar sópa. Hann telur fullvíst að Ísland hafi þegar orðið fyrir slíkri árás, og að IMF sé liður í áformum stórglæpamannanna.

Michael Hudson er alls óskyldur Perkins, þó þeir hafi verið boðaðir til landsins á sama tíma, en Hudson starfar sem rannsóknarprófessor í hagfræði við Missouri háskóla í Kansas, BNA. Hudson hefur einnig lýst yfir þungum áhyggjum varðandi aðkomu IMF að skuldafeni landsins, en hann telur víst að Ísland muni aldrei geta borgað allar sínar skuldir, og það mikilvægasta sé að þjóðin og ráðamenn átti sig á því sem fyrst. Hudson segir það skipta öllu máli að við tökum ekki á okkur frekari skuldbindingar sem við eigum enga möguleika á að standa við, og sérstaklega ekki við aðila á borð við IMF.

 

Hér, á vef Eyjunnar má finna umræðu um þá Perkins og Hudson 

Og hér, á bloggi Láru Hönnu er hægt að horfa á viðtölin við þá í Silfri Egils


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband