Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 16.4.2009
Vélsög og piparúði til varnar, u... hvers?
Í aðgerðum sínum við að fá valdleysissinna og annað félagshyggjufólk út úr annars auðu og grotnandi húsi, notaðist lögreglan við hin ýmsu verkfæri s.s. kúbein, vélsög, kylfur, piparúða og táragas. Að sögn lögreglu og eiganda hússins var aðgerðin framkvæmd fyrst og fremst til varnar þeirra sem þar höfðu komið sér fyrir. Hættan sem steðjaði að þeim var kakkalakkar og vatnsleysi - þar til lögregla skarst í leikinn.
Enginn meiddist að sögn lögreglu, en myndir af vettvangi sýna annað, og mér hafa borist fréttir af nokkuð alvarlega slösuðu fólki sem flutt var á spítala þegar það losnaði loks úr haldi lögreglunnar. Það var hvorki vatnsleysið né kakkalakkarnir sem fóru svona illa með hlutaðeigandi, heldur aðgerðir lögreglunnar - gegn vökvaskorti og hryggleysingjum.
---
Hér að neðan er svo stolin færsla af jonas.is, held að mögulega hafi hann Jónas enn og aftur hitt naglann á höfuðið:
15.04.2009
Stefán fari til sálfræðings
Tek undir tillögur um, að Stefán Eiríksson lögreglustjóri Reykjavíkur leiti til sálfræðings. Hefur undarlegar hugmyndir um hættulegt fólk. Hann beitir gasi á fólk, sem er inni í húsi. Hverjum var það fólk hættulegt, löggunni? Við hvaða neyð var hann að bregðast? Neyð slömmlorda, sem safna miðbæjarlóðum til að reisa verzlunarmiðstöð? Hver þarf nýja Kringlu? Hann beitir vélsögum á gamlar mubblur til að hindra skemmdir á húsnæði, sem á að rífa. Er Stefán með öllum mjalla? Getur ekki dómsmálaráðherra reynt að hafa hemil á þessu galna liði, sem Björn Bjarnason hermálaráðherra safnaði til að áreita fólk?
Í vegi fyrir glæsihúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.4.2009 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.4.2009
Rangfærslur í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins
Reykjavíkur Akademían hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að orð fræðimanna Akademíunnar, sem notuð voru í heilsíðuauglýsingu Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag, séu ekki aðeins slitin úr samhengi, heldur sé málsgreinum beinlínis logið upp á þau. Nú hefur einnig tilkynning borist frá Félagi umhverfisfræðinga, þar sem segir m.a.:
"Í Morgunblaðinu í gær, 8. apríl, birtist heilsíðuauglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í nokkrar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga og talað um harða gagnrýni þeirra á frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. [...] Félag umhverfisfræðinga telur að auglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokks sé til þess gerð að valda misskilningi varðandi um hvað umsögn félagsins raunverulega fjallaði. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi harmar það að stjórnmálaflokkur skuli slíta úr samhengi umsögn fagfélags og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar á þennan hátt í pólitískum tilgangi."
Enn fremur er sú gagnrýni sem fram kemur í umsögn umhverfisfræðinganna um frumvarpið í þveröfuga átt við stefnu Sjálfstæðisflokksins, en félagið vill t.a.m. að orðalag í tengslum við nýtingu og eign náttúruauðlinda verði skoðað betur, til verndar náttúrunni og auðlindum hennar.
Ég er viss um að frumvarpið (til breytinga á stjórnarskránni) mætti bæta heilan helling, efast ekki um það þrátt fyrir að hafa enn ekki séð það í heild, en svo mikið er víst að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa ekki fyrir þeim breytingum til batnaðar sem ég á við, enda bera þeir ekki annarra hag en sinn eigin fyrir brjósti, og láta ekkert stoppa sig í óforskammaðri baráttu sinni við að halda völdunum áfram á sömu fáu höndunum.
Fordæma rangfærslur í auglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7.4.2009
Er þetta löglegt?
Enn og aftur er skoðanakönnun framkvæmd á virkilega ósiðlegan hátt, ef löglegan, og niðurstaða hennar afbakaður skrumskælingur sannleikans, ef ekki hreinlega lygi.
Fréttinni hér að neðan fylgir útgefið rit Capacent á pdf formi um framkvæmd og niðurstöður könnunarinnar. Á síðu 2 má finna eftirfarandi texta:
Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum:
Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?
Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: En hvaða flokkur eða listi yrði
líklegast fyrir valinu? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Hvort
er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna
flokkanna?
Hvernig niðurstaðan er síðan reiknuð út kemur hvergi fram. Þriðja spurningin týnir til öll þau mögulega-mögulegu atkvæði Sjallanna, en hvað verður þá um tölur þeirra sem svara þriðju spurningunni neitandi?? Hverjir hagnast á nei-unum? Þetta kemur hvergi fram í bæklingnum um skoðanakönnunina, en það verður að teljast líklegast að þau komi engum hinna flokkanna til góða, en stuðli þannig enn fremur að hærri tölum Sjálfstæðisflokksins.
En það eru þó góðar fréttir, að þrátt fyrir allan þennan samtýning komist Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema í þriðja sæti NV kjördæmis!
Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7.4.2009
Það eru ekki mótmælendur sem vanvirða Alþingi...
...Heldur eru það þingmennirnir sjálfir, og þar fara að sjálfsögðu fremstir í flokki þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Mig langar bara að segja til hamingju Sjálfstæðismenn! Ykkur hefur enn og aftur tekist að sanna fyrir þjóðinni að ykkur stendur nákvæmlega á sama um hana.
Þingfundur hafinn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7.4.2009
Stjórnvöld ættu að biðja þjóð sína afsökunar
Stjórnvöld ættu að sjálfsögðu að biðja alla ítölsku þjóðina afsökunar á því að hafa ekki hlustað á varnaðarorð jarðvísindamannsins og kallað þau hrakspár. Þó sérstaklega þá sem verst urðu fyrir barðinu á náttúruhamförunum, bæjarbúa L'Aquila, en auðvitað ekki síður vísindamanninn sem fékk á sig lögreglukæru fyrir það að vita fyrirfram og reyna að segja frá því.
Krefst afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9.3.2009
Frábærar fréttir!
Það er óumdeilanlega mikið fagnaðarefni að Eva Joly skuli lýsa yfir áhuga og vilja til þess að veita okkur aðstoð við rannsókn og skipulagningu rannsóknar á hruninu og mögulegri glæpastarfsemi sem því fylgdi, og fylgir sjálfsagt enn. Nú er nauðsynlegt að við notum sameiginlega krafta okkar til þrýsta á alla þá sem mögulega geta eitthvað haft með það að gera að við fáum að sjá alvöru rannsókn verða að veruleika, en rétt eins og Joly tók fram í Silfrinu, er það er auðvitað algjörlega nauðsynlegt samfélaginu að sannleikurinn verði dreginn fram á sjónarsviðið og að réttlætinu verði fullnægt.
Endilega skráið ykkur í Facebook áskorunina á yfirvöld að taka í útrétta hjálparhönd Evu Joly, og ég mæli með að allir sem ekki hafa séð viðtalið við hana kíki á það hér, á síðunni hennar Láru Hönnu.
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.3.2009
Sturla...ður?
...Og fólk þóttist ekki skilja hvers vegna ný stjórn vildi ekki hafa hann á bak við sig á bjöllunni þegar hennar fólk er í pontu!
Þetta hefur allt verið sagt alltof oft, fyrir utan að auðvitað við vissum það öll fyrir: Vinstri grænir áttu ekki mótmælin, og mótmælendur gengu ekki fram með ofbeldi.
Deildu hart í þingsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.3.2009
29 prósentustig - af hve mörgum?
Bíddu, bíddu, hvernig er unnið úr upplýsingum hjá þessu "upplýsingafyrirtæki", Capacent? Þrýst var á óákveðna að svara því til hvað væri líklegast að yrði fyrir valinu, og ef viðkomandi gat enn ekki ákveðið sig var spurt hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri líklegri en eitthvað annað. Niðurstaða Capacent virðist síðan sýna fylgi Sjálfstæðisflokks eftir að þrýst hefur verið á þá lauslega óákveðnu, öll möguleg atkvæði dregin inn í þeirra hlið jöfnunnar, en hvert fóru atkvæði þeirra sem sögðu "eitthvað annað"? Var þeim bara hent út um gluggann, eða var þeim dreift flatt á línuna? Fóru þau kannski líka til Sjálfstæðisflokksins? Framsóknar?
Koma skoðanakannanir í mismunandi niðurstöðum, eða er bara hægt að panta einn lit, þ.e. bláan?
.
.
Athyglisvert líka að Ríkisútvarpið og Morgunblaðið skuli standa saman fyrir því að láta gera skoðanakönnun af þessu tagi... Málgagn Sjálfstæðisflokksins og hvað, sjónvarp allra landsmanna?
Endilega kíkið á bæklinginn sem Capacent gefur út um hina meintu skoðanakönnun og reynið að finna út hvað varð um hin munaðarlausu atkvæði óákveðna fólksins...
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21.2.2009
50 störf horfin vegna hvalveiða
Persónulega er ég á móti hvalveiðum einfaldlega fyrir það sem þær eru og finnst ekki þurfa frekari skýringa við, en þætti afsakanlegt að grípa til þeirra ef menn sæju fram á að svelta öðrum kosti, sem enn er ekki raunin. Í ljós hefur þó komið, skýrt og greinilega að fyrir alla, utan eins manns, hafa hvalveiðarnar raunverulega enga kosti. Ekki einn.
Eftirfarandi texti var tekinn af jonas.is:
Þingmenn styðja ruglið
Fimmtíu manns missa vinnuna hjá Frostfiski í Þorlákshöfn, því að Waitrose í Bretlandi hætti viðskiptum vegna hvalveiða. Samtals munu nokkur hundruð manns missa vinnu vegna Waitrose og er þó ekki á bætandi. Allt gerist þetta, því að hálfbilaður auðmaður vill fórna milljörðum til að halda úti óarðbærum hvalveiðum. Hefur reynt að selja hvalkjötið til Japans, en ekki tekizt. Þar hefur það legið í gámum og auðmaðurinn orðið að kaupa það til baka. Japanir éta ekki lengur hvalkjöt. Ríkisstjórnin ákvað að sætta sig við geðsjúkar hvalveiðar út allt þetta ár. Enda er meirihluti þingmanna fylgjandi ruglinu.
----
Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19.2.2009
Rangt ályktað
Í tengslum við nýlegar skoðanakannanir hefur ítrekað verið rangt ályktað, og talað hefur verið um ómarktækan mun á fylgi flokkanna sem söguleg tíðindi.
Raunveruleg niðurstaða þessarar skoðanakönnunar (skv. þessum tölum) er sú að líkur standa til að 16,1% þjóðarinnar séu enn nokkuð ákveðin í að kjósa Sjálfstæðisflokk og 9.4% Framsókn. Þessar tölur eru að sjálfsögðu sorglega háar á miðað við það sem á undan hefur gengið, en enga að síður miklum mun minni, og minna sorglegar, en þær sem hafðar eru uppi í "frétt" mbl. Athugavert er í þessu samhengi að fjölda þáttakenda í skoðanakönnunni er ekki getið og þ.a.l. ekki hversu marktæk hún er.
Það áhugaverða við skoðanakönnunina er hins vegar það að tæp 40% eru ekki tilbúin til að svara því til hvað þau myndu kjósa, en mér þykir ekki ólíklegt að stór hluti þeirra atkvæða muni falla til vinstri, og þ.a.l. ekki hækka fylgi Sjálfstæðisflokks.
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)