29 prósentustig - af hve mörgum?

Bíddu, bíddu, hvernig er unnið úr upplýsingum hjá þessu "upplýsingafyrirtæki", Capacent? Þrýst var á óákveðna að svara því til hvað væri líklegast að yrði fyrir valinu, og ef viðkomandi gat enn ekki ákveðið sig var spurt hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri líklegri en eitthvað annað. Niðurstaða Capacent virðist síðan sýna fylgi Sjálfstæðisflokks eftir að þrýst hefur verið á þá lauslega óákveðnu, öll möguleg atkvæði dregin inn í þeirra hlið jöfnunnar, en hvert fóru atkvæði þeirra sem sögðu "eitthvað annað"? Var þeim bara hent út um gluggann, eða var þeim dreift flatt á línuna? Fóru þau kannski líka til Sjálfstæðisflokksins? Framsóknar?

 

Koma skoðanakannanir í mismunandi niðurstöðum, eða er bara hægt að panta einn lit, þ.e. bláan? 

 .

 .

Athyglisvert líka að Ríkisútvarpið og Morgunblaðið skuli standa saman fyrir því að láta gera skoðanakönnun af þessu tagi... Málgagn Sjálfstæðisflokksins og hvað, sjónvarp allra landsmanna?

 

Endilega kíkið á bæklinginn sem Capacent gefur út um hina meintu skoðanakönnun og reynið að finna út hvað varð um hin munaðarlausu atkvæði óákveðna fólksins...

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband