Orð Össurar verða að fyrirsögn á mbl

Yfirleitt hefur það aðeins verið á færi háttsettra Sjálfstæðismanna að fá orð sín hoggin í fyrirsagnir Moggans og mbl, en nú hefur Össuri Skarphéðinssyni iðnaðar- og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar tekist að fá að njóta þess vafasama heiðurs.

Vegna komu tveggja manna til landsins, þeirra John Perkins og Michael Hudson, fyrirlestra og viðtala sem þeir hafa veitt varðandi aðkomu IMF og yfirlýsingar um rökstuddar áhyggjur af fyrirætlunum sjóðsins hérlendis bendir Össur á lög, skrifuð af honum sjálfum, sem eiga að tryggja þjóðareign orkuauðlindanna. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að ekkert í lögunum bannar það að hlálegt verð sé tekið fyrir sölu orkunnar sjálfrar þrátt fyrir að sárin í náttúru landsins verði áfram formlega okkar.

 

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er John Perkins höfundur bókarinnar Confessions of an Economic Hitman, sem segir frá áratugs starfi hans fyrir CIA sem efnahagslegur árásarmaður. Perkins hefur á ýmsum vettvangi fjallað um meginatriði þess sem kemur fram í bókinni, en starf hans fólst að eigin sögn í því að knésetja hagkerfi heilla landa svo erlendir auðmenn gætu komið á eftir og látið greipar sópa. Hann telur fullvíst að Ísland hafi þegar orðið fyrir slíkri árás, og að IMF sé liður í áformum stórglæpamannanna.

Michael Hudson er alls óskyldur Perkins, þó þeir hafi verið boðaðir til landsins á sama tíma, en Hudson starfar sem rannsóknarprófessor í hagfræði við Missouri háskóla í Kansas, BNA. Hudson hefur einnig lýst yfir þungum áhyggjum varðandi aðkomu IMF að skuldafeni landsins, en hann telur víst að Ísland muni aldrei geta borgað allar sínar skuldir, og það mikilvægasta sé að þjóðin og ráðamenn átti sig á því sem fyrst. Hudson segir það skipta öllu máli að við tökum ekki á okkur frekari skuldbindingar sem við eigum enga möguleika á að standa við, og sérstaklega ekki við aðila á borð við IMF.

 

Hér, á vef Eyjunnar má finna umræðu um þá Perkins og Hudson 

Og hér, á bloggi Láru Hönnu er hægt að horfa á viðtölin við þá í Silfri Egils


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Össur virðist falla mun betur í kramið hjá hægri öflunum þessa dagana en þeim vinstra megin þessa dagana... Persónulega er ég að verða búinn að missa allt álit á "vinstrimanninum" sem lýst svo vel á nýjan framkvæmdastjóra NATO að hann getur ekki orða bundist... Annars vil ég af gefnu tilefni benda á nýstofnaðan þrýstihóp á facebook og hvetja fólk til að skrá sig:

Tryggjum þjóðareign auðlindanna og höfnum aðkomu IMF

Kveðja,

Halli

Halli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:31

2 identicon

Afsakið endurtekningu...

Halli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:34

3 Smámynd: Páll Jónsson

Meh... Hudson er áhugaverður kall, Perkins er bölvaður furðufugl.

Páll Jónsson, 7.4.2009 kl. 02:20

4 Smámynd: jórunn

Það eitt að hann sé furðufugl gerir orð hans engu ómerkari...

jórunn, 7.4.2009 kl. 03:16

5 Smámynd: Páll Jónsson

Nei í sjálfu sér ekki, mér finnst bara svolítið magnað að hann sé allt í einu orðinn fræðimaður, og jafnvel hagfræðiprófessor, í huga íslenskra fjölmiðla.

Maðurinn er rithöfundur með sumar fremur vafasamar skoðanir

Páll Jónsson, 7.4.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: jórunn

Ég hef reyndar hvergi séð Perkins kallaðan hagfræðiprófessor, eða prófessor yfirhöfuð, enda er hann það ekki. Hann er samt háskólamenntaður, og hann skrifar bækur sem eru að eigin sögn að öllu leiti reistar á sönnum og sögulegum atburðum, þótt þær fjalli ekki um ákveðna fræðigrein. Ef það sem hann segir (um það sem hann hefur fengist við) er satt þá má segja að hann viti ýmislegt um hagfræði og hagkerfi sem jafnvel hagfræðiprófessorar hafa ekki hugmynd um. Í ljósi þess myndi það amk ekki trufla mig mikið þó að einhver kallaði hann fræðimann.

jórunn, 7.4.2009 kl. 17:51

7 Smámynd: Páll Jónsson

Er að vitna í ruv.is sem talaði um tvo hagfræðiprófessora.

En varðandi mat á því hvort það sé satt sem Perkins hefur sagt þá tel ég rétt að taka mið af því að maðurinn heldur að hann geti breytt sér líkamlega í jagúar.

Ég endurtek: Maðurinn heldur að hann geti bókstaflega breytt sér í kött. Og ég á að trúa þeim samsæriskenningum sem vella upp úr honum? Meh.

Páll Jónsson, 7.4.2009 kl. 19:55

8 Smámynd: jórunn

Ok ég skil þig, hehe, vissi ekki af þessu... :/

jórunn, 7.4.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband