Ströng skilyrði

Ótrúlegt að vera að setja þessari ræktun lyfjabyggs skilyrði, hvað gæti annars gerst? Það er ekki eins og Íslendingum hafi áður mistekist að halda lífverum innan marka - nema þá kannski minknum, jú og lúpínunni, og kannski nokkrum öðrum. Í kreppunni verður að nýta öll tækifæri, og þó einhverjir möguleikar séu á að náttúran hljóti skaða í ófyrirséðri framtíð þá verður bara að hafa það, eða hvað varðar okkur sem lifum í dag um hvað verður seinna? Komandi kynslóðir verða bara að finna sér nýjar leiðir til þess að framfleyta sér ef náttúran ræður ekki við að halda okkur í skefjum! Ef fyrirtækið segist geta grætt á þessu þá á það að ráða för, ekki einhver óskilgreind krafa um endalausar rannsóknir og varúð.

Áfram erfðabreytt lyfjabygg!

 


mbl.is Leyfi veitt til ræktunar á erfðabreyttu byggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Heh ég var ekki viss um að þetta væri hæðni  áður en ég las eldri og mjög ítarlegir færslur þínar um málið. 

  

Ég sendi athugaemd til Umhverfisstofnunnar.  Benti á varúðarregluna og spurningu Stefáns Gíslasonar um ábyrgðartryggingu.  Mælti með að lengri tíma yrði gefin til að ræða málið. Margt væri enn á huldu. Sem málamiðlun ef ekki væri fallist á þessu stakk eg upp á að gefa leyfi bara fyrir næsta þrep, í minni skala og bara eitt ár í einu.  Mér sýnist að UST hafi ekki svarað þessari uppástungu í ákvörðun sína.  Það er sýnd að sjá að embættismenn taka meiri tillit til hið sértæka í lögunum, og meir að segja að ef athöfn á þeirra vegum sé ekki sérstalega leyfð, þá geta þeir ekki farið út í þá.  Tilgangur laganna og ramminn virðist ekki hafa jafn mikið vægi.  

 Loks vil ég játa að ég hefði viljað sjá  skýrar nákvæmlega hvers konar ogn geti stafað af þessari ræktun.  Hvaða óháða og ritrynda vísindaskýrslur sýna að erfðabreytigar hafa hættu í för með sér fyri jarðveg, gerlar í jarðvegi, aðrar plöntur og svo framvegis.  Ég kannast við breytingar á mais í náttúrulegt mais Mexico eins og sett fram í myndina "The world according to Monsanto", en "áróðursmynd"  dugar ekki sem "alvöru"  heimild.  Í öðru myndbandi með frægum höfundi bóka um erfðabreytinga og meinsemdir,  var því haldið fram að rottur ofl. vildu ekki erfðabreytt mais (eða álíka ).   Maðurinn virtist vitna í rannsóknir.  Ef þetta er rétt þá ætti að fá þessu upp á borðinu. 

Ég hefði viljað fresta ákvörðunartöku þangað til í haust eða hafna í þessari umferð, því umræðan er rétt að byrja. 

Morten Lange, 23.6.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Morten Lange

Hér eru textar á Wikipediu sem snúa að þessu með aðrar breytingar í plöntum en þær sem menn voru að stefna að :

http://en.wikipedia.org/wiki/International_trade_of_genetically_modified_foods#Effect_of_cultural_differences_between_US_and_Europe

http://en.wikipedia.org/wiki/Árpád_Pusztai 

En mögulega eru ORF-menn að nota aðra og öruggari aðferð eða hafa betra gæðaeftirlit en það sem var tilfelli í málunum sem Árpád Pusztai  og aðrir skoðuðu ? 

Óskhyggja, reyndar... 

Morten Lange, 23.6.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: jórunn

Já, þótt ótrúlegt megi virðast þá hafa menn víst skrifað eitthvað svipað en í fúlustu alvöru, svo það er ekki að undra þú hafir þurft meira til að átta þig. Annað ótrúlegt er einmitt það að yfirlýstur tilgangur laganna virðist hérlendis oft hafa lítið eða ekkert með það að gera hvernig þau eru notuð og þeim jafnvel snúið í andhverfu sína.

Varðandi rannsóknir þá geturðu notað bæði Google og síðan tímaritasöfn á netinu til þess að finna eitthvað. Þú getur líka leitað upplýsinga á hinum ýmsu náttúruverndarsíðum, þar er oft hægt að finna linka sem vísa á rannsóknir. Það er reyndar staðreynd að það hafa ekki verið framkvæmdar nógu margar eða víðtækar rannsóknir til þess að geta sett saman heildarmyndina, þó nægilega margar til þess að gefa frekari ástæðu til varkárni og fyllstu varúðar í þessum málum, en á meðan vísindaleg vitneskja er ekki meiri verður það ekki gert nema með því að halda þessum lífverum innandyra, einangruðum frá náttúrunni.

Vísindamönnum hættir til að svara efasemdaröddum með fullyrðingum um að umræddar afleiðingar séu óhugsandi, en seinna hefur hið óhugsandi orðið að veruleika (sjá t.d. hér og hér) Þeir vilja telja okkur trú um að þeir séu alvitrir á sínum sviðum en amk í tilfelli erfðafræði er staðreyndin sú að hún er verulega skammt á veg komin. Bara sem dæmi var þangað til nýlega talað um að stór hluti erfðaefnis væri "junk" og hefði enga virkni. Nú hefur uppgötvast að sumt af því sem talið var "junk DNA" hefur virkni, og talið er líklegt að allt erfðaefni þjóni einhverjum tilgangi þó tilgangur nokkuð stórs hluta þess er enn óþekktur. Samvirkni og vensl mismunandi gena og genamengja er annað sem er afskaplega lítið vitað um.

Að svo ung tækni sem þó er sannað að geti reynst skaðleg og afleiðingar hennar aðrar en gert er ráð fyrir, sé sleppt í náttúruna er að mínu mati einfaldlega ófyrirgefanlegt. Það má vera að vísindamenn ORF telji sig fullvissa um skaðleysi lyfjabyggsins, en þá hlýtur kennslu í vísindalegri aðferð og rökfræði að vera verulega ábótavant! Þeir geta reyndar aldrei vitað með vissu hvað þetta mun hafa í för með sér fyrr en á hólminn er komið, en víðtækar rannsóknir til lengri tíma gætu gefið nokkuð góða hugmynd um það. Engin krafa er þó gerð um að slíkar rannsóknir verði framkvæmdar, og fyrirtækið mun ekki óumbeðið fara út í svo kostnaðarsamar, tímafrekar og óþarfar aðgerðir.

Góðar stundir!

jórunn, 24.6.2009 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband