Hvað varð um restina af fréttinni?

Maðurinn hringdi í "fréttastofu" vísis/stöðvar 2 og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna (sjá hér). Hann hefur eflaust útskýrt það frekar en fjölmiðlar þegja sem fyrridaginn... Án þess að nokkuð geti afsakað brjálæðislegt aksturslag á risa jeppa í miðri borg, þá verður ekki öll sagan sögð fyrr en ástæða mannsins fyrir verknaðinum verður gefin upp.

 


mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst að fara svona með annars ágætan jeppa !  Skyldi ég geta keypt parta úr hræinu ?  Mig vantar framsæti úr einum svona til að setja í Löduna mína :)

Þórhallur Pálsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Skaz

Miðað við þessa vísis frétt þá hefur honum verið mest umhugað um samskiptamiðstöð lögreglunnar? afhverju?

Skaz, 22.6.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég á líka "óuppgerðar sakir" við samskiptamiðstöð lögreglunnar, ef út í það er farið. Í tvö skipti hafa þeir synjað mér um lögregluaðstoð, í annað skiptið vegna ógnana sem ég sætti af hálfu annars aðila og í hitt skiptið vegna líkamsárásar sem ég varð fyrir. Eftir því sem ég hef heyrt utan af mér þá eru slík vinnubrögð ekki einsdæmi á þeim bæ, hvort sem það á við í þessu tilviki eða ekki. Ég er samt ekki á leiðinni að fara að klessukeyra bíllinn minn út af því eða neitt í þá veru, bara svo að það sé á hreinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 02:00

4 identicon

Talandi um fréttafluttning.  Mér finnst alltaf "súrt" að lesa í fjölmiðlum að lögreglan, líkt og í þessu tilfelli, hafi verið í eltingarLEIK.  Get ekki séð mikinn leik í því þegar að borgarar eru í hættu.  Best væri að tala um eftirfarir, en ekki eltingarleiki.

 Ég veit það ekki, en kannski finnst fólki þetta bara vera smámunir hjá mér...en vildi velta þessu upp.

Tanni (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 02:05

5 Smámynd: Hallur hinn tímalausi

Jamms sammála Tanna... Talað er um æsing og leik og hasar...

Hef orðið vitni af "leik og hasar" í miðbænum, mér fannst blóðugt fólk og skemmdir bílar ekker tí líkingu vuð leik og hasar... meira bara hættulegt.

En þetta eru okkar æðislegu fjölmiðlar.

Hallur hinn tímalausi, 22.6.2009 kl. 08:49

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú er komið í ljós að tilgáta mína var að hluta til á rökum reist, ökumaðurinn sem þarna átti í hlut sagðist einmitt í símtali við fréttastofu 365 hafa verið synjað um lögregluaðstoð þegar á þurfti að halda, og ekki nóg með það heldur hafa verið barinn af lögregluþjónum. Hvað hann hefur fyrir sér í þeim fullyrðingum er svo annað mál, en ég man þó eftir að hafa séð oft til lögreglunnar að skakka leikinn í helgarslagsmálum og endað með því að taka fórnarlömb slíkra árása höndum eftir að tilræðismennirnir höfðu lagt á flótta. Ég hef auðvitað engar forsendur til að meta einstök tilvik eins og þetta, hljómar samt eins og sorglegt mál í alla staði.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 09:32

7 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Guðmundur eins og þú sgðir sjálfu þú hefur bengar forsemdur til að meta málin afhverju ert þá að draga þau fram ??

Og stóra málið hann segist hafa óuppgerðar sakir við lögreglu en í stað þess að ráðast geng lögreglu þá ræðst hann á slökkviliði og stefnir lífi og limum annara í stórhættu

Jón Rúnar Ipsen, 22.6.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband