50 störf horfin vegna hvalveiða

Persónulega er ég á móti hvalveiðum einfaldlega fyrir það sem þær eru og finnst ekki þurfa frekari skýringa við, en þætti afsakanlegt að grípa til þeirra ef menn sæju fram á að svelta öðrum kosti, sem enn er ekki raunin. Í ljós hefur þó komið, skýrt og greinilega að fyrir alla, utan eins manns, hafa hvalveiðarnar raunverulega enga kosti. Ekki einn.

 

Eftirfarandi texti var tekinn af jonas.is:

 

Þingmenn styðja ruglið


Fimmtíu manns missa vinnuna hjá Frostfiski í Þorlákshöfn, því að Waitrose í Bretlandi hætti viðskiptum vegna hvalveiða. Samtals munu nokkur hundruð manns missa vinnu vegna Waitrose og er þó ekki á bætandi. Allt gerist þetta, því að hálfbilaður auðmaður vill fórna milljörðum til að halda úti óarðbærum hvalveiðum. Hefur reynt að selja hvalkjötið til Japans, en ekki tekizt. Þar hefur það legið í gámum og auðmaðurinn orðið að kaupa það til baka. Japanir éta ekki lengur hvalkjöt. Ríkisstjórnin ákvað að sætta sig við geðsjúkar hvalveiðar út allt þetta ár. Enda er meirihluti þingmanna fylgjandi ruglinu.

 ----

 


mbl.is Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskasynir Síldarvinnslunnar

Þetta er þvættingur kona hvalveiðar eru atvinnuskapandi,, þettu mun búa til mun fleiri störf til framtíðar.

Óskasynir Síldarvinnslunnar, 21.2.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: jórunn

Óskasynir Síldarvinnslunnar: Örlítið úr fréttum um að hvalkjöt selst ekki, hvorki innan lands né utan, og að hvalveiðar eru ekki nokkrum manni til góða, nema þessum eina:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item92093/
http://www.visir.is/article/20080604/FRETTIR01/988663806
http://eyjan.is/silfuregils/2009/02/07/japanir-og-neysla-hvalkjots/
http://eyjan.is/silfuregils/2008/05/20/hvalveidar/
http://eyjan.is/silfuregils/2006/10/24/%C3%BEvermo%C3%B0ska-e%C3%B0a-malefnaleg-rok/
 

Þvættingur er setningin sem þú skrifar án nokkurs rökstuðnings.

jórunn, 22.2.2009 kl. 08:36

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Við skuldbundum okkur með hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um að veiða ekki hval nema í samráði við aðrar þjóðir og sérstakar alþjóðlegar stofnanir sem fjölluðu um slík mál. Ástæðan er sú að engir íslenskir hvalir eru til heldur bara alþjóðlegir.

Hvalbátarnir fara ekki til veiða núna heldur í sumar vegna þess að á þessum tíma eru hvalirnir staddir allt annarstaðar í veröldinni - svo eiga þeir leið hingað um hríð í sumar og haust og þá ætlar Kristján Loftsson að drepa þá.

 Kristjan er Ahab2

Helgi Jóhann Hauksson, 25.2.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband