Laugardagur, 8.8.2009
Lögreglan kemur upp um sig
Þetta lýsir bara viðhorfi lögreglunnar til Saving Iceland, umhverfisverndarsinna og annarra mótmælenda. Virðingarleysið er algjört: ásökuð um ofstæki og ofbeldi gegn þeim, með myndband til stuðnings ásakananna, kveður lögreglan þá ekki svara verða!
Af hverju ætti maður að efast um að þeir beri nógu litla virðingu fyrir mótmælendum til þess að berja þá til hlýðni ef þeim sýnist?
Sjá líka tengda færslu hér - Af mönnum og englum
Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var nú þarna og horfði á þetta og ekki sá ég lögregluofbeldið. Enn ég sá fólk og ég veit ekki hvaða fólk það var enn það gerði sig líklegt til að grýta lögregluna ásamt því að garga e h um fasisma ofl. Lögreglan snéri þetta fólk niður og járnaði það eins og á að gera bara. Þá kom þarna fólk sem reyndi að frelsa þá handteknu. Enn þá ógnaði lögreglan þeim með kylfum enn ég gat ekki séð neitt ofbeldi þarna nema í þessu fólki sem var að kasta þarna..
óli (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 18:27
Óli, ég hef talað við aðra sem voru þarna og lýsa atburðum á allt annan hátt. Ég veit ekki hver þú ert en hef aftur á móti góða ástæðu til þess að trúa vitnisburði umræddra vitna...
jórunn, 8.8.2009 kl. 18:41
Saving Iceland er voðalegt ,,sensationalism" fyrirbæri, spilar á tilfinningarugl fólks og notar öfgar til að fela þá staðreynd að þau hafa óttalega fátt til málanna að leggja sem vit er í.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 18:49
Það fólk er bara að ljúga að þér því miður. Enda er ekkert myndband eða annað sem stiður þetta bull. Enn ef fólk ekki hlíðir lögregluni þá getur það meitt sig við handtöku enn það er ekki ofbeldi lögreglu
óli (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 18:54
Gísli, hefurðu lesið eitthvað af efni frá þeim, þó ekki nema tilkynninguna sem þau sendu frá sér, kaflann varðandi samninginn sjálfan? Mér finnst það einmitt einkenna þeirra störf að þau bera almennt upp góð og gild rök fyrir máli sínu.
Óli, myndbandið sem hefur verið birt þykir mér styðja verulega það sem mér hefur verið sagt, en lögreglumaður sem getur ekki handtekið eina stelpu án þess að taka hana ítrekað hálstaki er ekki starfi sínu vaxinn! En jafnvel utan myndbandsins, hvers vegna ætti ég frekar að trúa þér, sem ég þekki ekki neitt til, og lögreglunni, sem ég veit fyrir víst (af eigin reynslu) að lýgur þegar svo ber við, ef það kemur þeim betur..?
jórunn, 8.8.2009 kl. 19:08
Sæl. Jórunn, veist þú eða einhver annar hér hvað meðlimir í Saving Iceland gróðursetja mörg tré árlega hjá skóræktarfélögum og eyða sínum frí tíma að græða náttúru lands og þjóðar upp..?
Rauða Ljónið, 8.8.2009 kl. 20:08
Einmitt Jórunn, lögreglunni finnst aldrei vert að svara ásökunum sem sannar eru. Þeir reyna að kæfa málin niður og fjölmiðlarnir aðstoða þá í því. Ef fólk svo nennir að standa í að kæra framferði lögreglu sér ríkissaksóknari um að hreinsa málin af borðinu.
Okkur vantar óháða stofnun, líkt og fyrirfinnast í öllum hinum norðurlöndunum, sem rannsaka mál á hendur lögreglu. Að ríkissaksóknari sjái um þessi mál er eins og að láta nauðgarann rannsaka nauðgunina.
Einnig ætti að setja persónuleikapróf með í inntökuprófin fyrir lögregluna, aftur eins og gerist í öllum hinum norðurlöndunum því ég þekki persónulega bakgrunn amk. 5 lögregluþjóna hérlendis og get vottað fyrir að 3 þeirra hafa verið ofbeldissjúklingar frá barnsaldri.
Gísli, það var enginn að spurja hversu heimskur þú værir. Ef þú líturá heimasíðu SI (www.savingiceland.org) finnurðu greinar og upplýsingar sem væru efni í heila ritröð af bókum um málstað hreyfingarinnar, áhrif stóriðjunnar á samfélag og náttúru, skilgrein rök fyrir hverri einustu aðgerð hópsins og margt fleira. Margsinnis hefur hópurinn staðið í opinberum greinaskrifum við hina og þessa málaliða stóriðjunnar og hafa þannig flett ofan af lygum og fölsunum þeirra. Öllu eru færð rök og heimildir fyrir, þannig ef þú enn ert á þeirri skoðun að þau séu ekki málefnaleg er það eingöngu vegna eigin leti við að kynna þér það sem þú röflar um.
Auðunn (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 20:17
Nei, ekki hugmynd, en þú getur eflaust bara haft samband við þau og spurt... Það er örugglega contact email á heimasíðunni þeirra, savingiceland.org
Góðar stundir!
jórunn, 8.8.2009 kl. 20:30
Auðunn, ég er hjartanlega sammála um að það sárlega vanti óháð eftirlit, og þ.a.l. aðhald, með lögreglunni og störfum hennar. Það á reyndar við um flestar stofnanir íslenska ríkisins, þó það sé sjaldan jafn mikilvægt og þegar um ræðir handhafa einkaleyfis á ofbeldi! Útlendingastofnun, sem einnig hefur líf manna í höndum sér, kemur þó snart á hæla lögreglunnar í þessum efnum.
Persónuleikaprófin eru líka eitthvað sem ætti að þykja sjálfsögð krafa, og að mínu mati mikilvægari en nokkur styrkleika- eða úthaldspróf. Nú, þegar hægt er að velja úr stórum hópi manna og stöðugildin eru miklu færri en þeir sem vilja sinna störfunum, hefði maður haldið að væri góður tími til þess að taka upp á þessu. Ef þetta yrði gert skipti þó öllu máli hverjir kæmu að gerð prófanna, að það yrði ekki bara einhver yfirmaður innan lögreglunnar eða eitthvað álíka gáfulegt...
jórunn, 8.8.2009 kl. 21:25
Jórun. Svo þú vitir það þá er ég ekki lögreglumaður og mér er ekkert illa við SI. enn ég sá hvað þarna átti sér stað. Stelpan réðst á lögguna og sparkaði og beit. hún var tekin niður og járnuð. Búið. Hún var ekki tekin hálstaki eða höfði hennar lamið við malbikið. Ég hef unnið við dyravörslu í mörg ár,ég er 95kg 185sm og lítil fita á mér. Ég get sagt þér það að það að taka stelpu sem er kolvitlaus og setja hana niður án þess að slasa hana er ekkert grín!
óli (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 22:12
Það eru þín orð, ég er ekki sannfærð, en það er samt í raun málinu óviðkomandi - Lögreglan er hvergi nærri óbreisk, hefur margoft gerst sek um að beita óþarflega miklu ofbeldi og það ætti enginn að sætta sig við það að yfirmaður innan hennar skuli láta hafa eftir sér að ásakanir um ofbeldi af hennar hendi séu ekki svara verðar..!
jórunn, 8.8.2009 kl. 22:27
Ég get ekki betur séd en ad lögreglan standi sig vel thegar ad ég horfi á thetta myndband, konana streytist á móti og setur hendina í andlitid á lögreglumanninum.
Fyrir utan thad thá er thetta klippt og hljódlaust....
Sporðdrekinn, 9.8.2009 kl. 04:22
Það er nokkuð almenn vitneskja að innan lögreglunnar eru bæði fingurbrjótar og fótbrjótar sem fá helst útrás á ölvuðu eða rænulausu undirmálsfólki. Hinn háæruverðugi Valtýr Götumálasóknari sér ávalt um að falsa skýrslur og sýkna þessa ofbeldisseggi.
Skuggi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.