Lögregla „varð“ að beita kylfum

Þegar hæst stóð í kvöld varð lögregla að beita kylfum...

Burtséð frá því hvað nákvæmlega átti sér stað, hver er blaðamaður að dæma um það hvort lögregla hafi orðið að beita kylfum? Orðalagið felur í sér dóm sem blaðamaður er að öllum líkindum ófær um að kveða upp, og ef allt væri með felldu og hlutleysi fjölmiðla væri eitthvað í átt við það sem þeir vilja vera láta, þá myndi hvorki blaðamaður leyfa sér slíkt orðalag, né ritstjóri láta það viðgangast.

Hlutleysi í íslenskum fjölmiðlum þýðir nefnilega 'afstaða með valdinu, þangað til löngu eftir að annað kemur í ljós og því verður hreinlega ekki neitað lengur'.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: jórunn

Eða bara "Lögregla beitti kylfum (þegar...)". Einfalt, stílhreint, hlutlaust... Ef þeir hefðu viljað koma að þeim sjónarmiðum lögreglunnar að það hafi verið þörf á því þá hefði átt að bæta því við í annarri setningu - aðskilja staðreyndir og sjónarmið hlutaðeigandi, ekki skeyta því saman. Ef þeir hefðu viljað halda uppi einhverskonar hlutleysi þá hefði þurft sjónarmið mótmælenda eða amk sjónarvotta að auki.

Ég held að það sé alveg rétt hjá þér að flestir blaðamanna séu bara ekki betur starfi sínu vaxnir, en þetta lýsir samt sem áður því viðhorfi sem blaðamenn mæta með til vinnu, eða amk hafa uppi á meðan á vinnutíma stendur, því þetta er ekkert einsdæmi heldur er orðalag fjölmiðla í tengslum við störf lögreglunnar almennt á þennan veg (og reyndar er alvöru blaðamennska, sem er gagnrýnin á valdið fremur en almúgann eða þann valdlausa, vart til á Íslandi). Hvað veldur nákvæmlega veit ég ekki en minni á hver það er sem á Moggann í dag og hvað hann sagði um rétt sinn til ritstýringar sem eigandi (sjá t.d. hér).

jórunn, 8.8.2009 kl. 05:16

2 Smámynd: Sjóveikur

áhugavert að sjá myndbandið !!!

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

www.icelandicfury.com

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

sjoveikur

Sjóveikur, 8.8.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband