Laugardagur, 1.8.2009
Útbreiðsla mbl á rasískum áróðri UTL
Útlendingastofnun hefur lengi notast við ýmsa taktík í áróðri sínum, auk þess að brjóta gegn landslögum og lögbundnum alþjóðalögum og -samningum í sífellu. Fjölmörg eru dæmi þess að yfirmenn UTL hafi komið fram í fjölmiðlum og dreift hróðri um einstaka flóttamenn eða flóttamenn sem heild og minnihlutahóp, t.d. í formi þess að deila með landanum þeim upplýsingum að falsaðir pappírar hafi verið notaðir til flóttans. Reglan er, en ekki undantekningin, að þeir gefi í skyn að notkun falsaðra pappíra geri flóttamenn að glæpamönnum, og gefa því svo undir fótinn að þar muni ekki við sitja - einu sinni glæpamaður, ávallt glæpamaður.
Eins fáránlegt mér þykir að þurfa að taka þetta fram, þá vil ég benda mönnum á að flóttamenn eru að flýja eitthvað, einhverja hættu og oftar en ekki lífshættu. Þeir geta þurft að fela hverjir þeir eru á meðan þeir leita sér öruggs skjóls, og mögulegt er að þeir geti ekki eða þori ekki, vegna hættunnar, að ferðast undir eigin nafni. Í ofanálag er víða utan hins vestræna heims verulega tímafrekt og virkilega erfitt í besta falli, en jafnvel hreinlega ómögulegt, að komast yfir lögleg og alþjóðlega gild ferðaskírteini á friðartímum fyrir hinn almenna borgara eða þegn. Að ímynda sér að alþjóðlega gild ferðaskíteini sé möguleiki fyrir alla á öllum tímum, jafnvel menn á flótta og á stríðstímum, er firra.
Fyrir gildar og góðar ástæður, t.d. þær að ofan, er til verndar flóttamönnum í flóttamannaviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu (sem bundinn er í landslög) kveðið á um að ólöglega komu til lands megi ekki nota gegn flóttamanni sem sækir um hæli í landinu. Dyflinnarreglugerðin tekur í sama streng og tekur fyrir að ríki geti notað það gegn flóttamanni notist hann við ólöglega eða falsaða pappíra á flóttanum. Útlendingastofnun hins vegar ákveður að líta á alla þá flóttamenn sem notast við þessi tæki, ólöglega eða falsaða pappíra, sem glæpamenn - allir sekir þar til sakleysi þeirra er sannað! Til þess að dreifa þessum rasísku, fordómafullu og röngu viðhorfum til almennings brjóta þeir þó sjálfir lög, t.d. um trúnað við skjólstæðinga sína, auk þess að brjóta gegn mannréttindum þeirra.
Við því er þó að búast af UTL, sem annars var sett á fót og stjórnað af manni lærðum í Þýskalandi seinni heimstyrjaldar - manni menntuðum af nasistum. En að fjölmiðlar skuli ekki aðeins bregðast hlutverki sínu og miðla í engu til okkar upplýsingum um lögbrot og glæpi UTL, heldur starfi sem sendiboðar áróðurs þessarar óforskömmuðu stofnunnar, vekur ugg og viðbjóð og er með öllu ólíðandi.
-----
P.S. Fjölmiðlar landsins hafa lengi veigrað sér við gagnrýnum spurningum þegar valdið á í hlut og fela sig á bak við eitthvað sem þeir kalla hlutleysi, en því ber ekki að rugla saman við hugtakið hlutleysi eins og það er notað er í almennu tali. Hlutleysi fjölmiðla felst oftar en ekki í því að hafa óspurt eftir upplýsingar frá PR fulltrúum þeirrar valdastofnunnar eða fyrirtækis sem á í hlut, þó á stundum fái einhver málinu viðkomandi eða fræðimaður að spreyta sig á því að hrekja það sem þegar hefur verið haft fyrir satt. Hlutleysi fjölmiðla merkir þannig í raun hlutlægni, eða eindregin afstaða með þeim valdamesta sem á í hlut.
Með stolið vegabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
viltu þá bara ekki bjóða þessum gæðablóðum að gista frítt heima hjá þér fyrst þetta eru svona svakalega saklausir einstaklingar? ég veit ekki betur en lögreglan hafi margsinnis þurft að fara inn á FIT og berjast þar við brjálað fólk sem ógnað hefur almenningin með hnífum. þetta er liðið sem þú vilt fá hingað,verði þér að góðu en hafðu það þá á þínu framfæri og heima hjá þér á þína ábyrgð!!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 20:09
Ég myndi ekkert veigra mér við því get ég sagt þér, enda þekki ég í dag persónulega margt þess flóttafólks sem sótt hafa um hæli á Íslandi og veit hversu frábær mikil gæðablóð einmitt flest þeirra eru. En það er samt aukaatriði, sama hvers konar karakter fólk hefur að geyma á það að fá að njóta mannréttinda sinna.
Ég veit til þess að lögreglan hafi einu sinni ráðist inn á FIT, en það var ekki af þörf heldur gerðu þeir órökstudda húsleit sem leiddi einungis í ljós að hún var með öllu óþörf, þó þeir hafi reynt að halda því fram að hún hafi orðið að gagni af því að fölsuð skilríki fundust (en eins og útskýrt í færslunni er ekkert óeðlilegt við það, og ólöglegt að nota það gegn flóttamönnum)
Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra hvers vegna fólk á að njóta mannréttinda sinna, hvernig sem það er á litinn og hvaða tungumál sem það talar. Ef þú ert ósammála því vinsamlegast viðraðu skoðanir þínar annars staðar. Ég get ekki séð að það sé hægt að hafa um þetta skoðanaskipti á málefnalegum grunni en það er nauðsynleg forsenda þess að ég taki þátt í umræðu um þetta við þig, og ég mun ekki ræða þetta út frá þínum fordómum, sleggjudómum og/eða rasisma.
jórunn, 1.8.2009 kl. 21:10
ég er ekki frekar rasisti frekar en þú nasisti og vertu ekki með neitt svona skítkast og rasistatal ,það er háttur þeirra sem þola ekki gagnrýni að setja fram sleggjudóma á aðra sem ekki eru sömu skoðana. Það er eilíft vesen þarna á fit og megnið af þeim sem þar hanga eru ekki flóttamenn frekar en ég.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:16
Ég er ekki með neitt skítkast, heldur þekki ég þetta fólk og mál þeirra og veit þar af leiðandi að það sem þú segir er rangt. Þú getur aðeins hafa myndað þér þessar skoðanir og dregið þessar ályktanir með því að þekkja ekki nægilega vel til og fyllt upp í eyðurnar sjálfur. Ergo, þú hefur uppi sleggjudóma, sem stafa af fordómum, mögulega rasisma.
Og þú hefur ekkert gagnrýnt mig, svo það getur ekki staðist að þú getir dregið af þessum samræðum að ég þoli ekki gagnrýni. Prófaðu að nota þær gáfur sem þér voru gefnar, s.s. skynsemi og rökhugsun, í stað þess að dæma út frá fáfræðinni einni saman.
Eigðu góða helgi
jórunn, 1.8.2009 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.