Fimmtudagur, 9.4.2009
Ýtt undir rassinn á Sjálfstæðisflokki
Þrátt fyrir að í þetta skiptið sé bæklingurinn um skoðanakönnunina ekki látinn fylgja fréttinni má fastlega gera ráð fyrir því að hún sé framkvæmd á sama eða svipaðan hátt og undanfarnar skoðanakannanir Capacent Gallup. Ef fólk er óákveðið þegar það er spurt hvað það hyggst kjósa hefur verið þrýst á það að svara, og síðan spurt Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? eins og kemur fram í síðasta bloggi mínu, og sjá má í bæklingi Capacent hér (síðu 2).
Útgefinn bæklingur Capacent hefur, eftir því sem ég best veit, hingað til verið látinn fylgja "fréttum" af skoðanakönnunum þeirra (á pdf formi), svo ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér hver er skýring þess að því er ekki að skipta nú. Mögulega eru þeir bara hræddir um að of margir sjá hversu óheiðarlega þessar "skoðanakannanir" þeirra eru framkvæmdar, en mögulega hefur líka spurningalistanum eitthvað verið breytt, jafnvel verið bætt við hann fjórðu spurningu: hvort myndirðu frekar; drekka fullan bolla af blóði, eða kjósa Sjálfstæðis?
Samfylking eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2009 kl. 06:13 | Facebook
Athugasemdir
Grein sem gæti mögulega útskýrt hvers vegna mbl birtir ekki bæklinginn um skoðanakönnunina með fréttinni um hana: Hvernig er stemmarinn, Ólafur?
jórunn, 9.4.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.