Mánudagur, 9.3.2009
Frábærar fréttir!
Það er óumdeilanlega mikið fagnaðarefni að Eva Joly skuli lýsa yfir áhuga og vilja til þess að veita okkur aðstoð við rannsókn og skipulagningu rannsóknar á hruninu og mögulegri glæpastarfsemi sem því fylgdi, og fylgir sjálfsagt enn. Nú er nauðsynlegt að við notum sameiginlega krafta okkar til þrýsta á alla þá sem mögulega geta eitthvað haft með það að gera að við fáum að sjá alvöru rannsókn verða að veruleika, en rétt eins og Joly tók fram í Silfrinu, er það er auðvitað algjörlega nauðsynlegt samfélaginu að sannleikurinn verði dreginn fram á sjónarsviðið og að réttlætinu verði fullnægt.
Endilega skráið ykkur í Facebook áskorunina á yfirvöld að taka í útrétta hjálparhönd Evu Joly, og ég mæli með að allir sem ekki hafa séð viðtalið við hana kíki á það hér, á síðunni hennar Láru Hönnu.
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.