Rangt ályktað

Í tengslum við nýlegar skoðanakannanir hefur ítrekað verið rangt ályktað, og talað hefur verið um ómarktækan mun á fylgi flokkanna sem söguleg tíðindi.

 

Raunveruleg niðurstaða þessarar skoðanakönnunar (skv. þessum tölum) er sú að líkur standa til að 16,1% þjóðarinnar séu enn nokkuð ákveðin í að kjósa Sjálfstæðisflokk og 9.4% Framsókn. Þessar tölur eru að sjálfsögðu sorglega háar á miðað við það sem á undan hefur gengið, en enga að síður miklum mun minni, og minna sorglegar, en þær sem hafðar eru uppi í "frétt" mbl. Athugavert er í þessu samhengi að fjölda þáttakenda í skoðanakönnunni er ekki getið og þ.a.l. ekki hversu marktæk hún er.

 

Það áhugaverða við skoðanakönnunina er hins vegar það að tæp 40% eru ekki tilbúin til að svara því til hvað þau myndu kjósa, en mér þykir ekki ólíklegt að stór hluti þeirra atkvæða muni falla til vinstri, og þ.a.l. ekki hækka fylgi Sjálfstæðisflokks.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband