Fimmtudagur, 19.2.2009
Geir leggst gegn beinu lýðræði
Það má kannski spyrja sig hvers annars væri að vænta, þegar maðurinn veit jafn vel og við hin að ef allt væri lagt á borðið og raunverulegt, virkt lýðræði væri við lýði, þá næðu þeir aldrei manni inn á þing.
Forsendurnar eru öllum kunnar, og niðurstaðan er ljós, í orðræðunni um hæfni Sjálfstæðisflokksins til að fara með völd okkar lýðsins í þágu alls almennings, og af þeim sökum ekki ákjósanleg afþreying að lenda í karpi um súbjektið. En á hinn bóginn þá virðast alltaf vera einhverjir sem hreinlega vilja ekki opna augun og halda fast í þá trú að Stálsæðisflokkurinn bjóði upp á flesta og besta möguleika, en ómögulegt virðist vera að koma þeim hinum sömu í skilning um, þrátt fyrir þess óumflýjanlegar sannanir, að orð þeirra og loforð eru ekki nokkurs virði.
Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.