Rangfærslur í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins

Reykjavíkur Akademían hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að orð fræðimanna Akademíunnar, sem notuð voru í heilsíðuauglýsingu Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag, séu ekki aðeins slitin úr samhengi, heldur sé málsgreinum beinlínis logið upp á þau. Nú hefur einnig tilkynning borist frá Félagi umhverfisfræðinga, þar sem segir m.a.:

 "Í Morgunblaðinu í gær, 8. apríl, birtist heilsíðuauglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í nokkrar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga og talað um harða gagnrýni þeirra á frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. [...] Félag umhverfisfræðinga telur að auglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokks sé til þess gerð að valda misskilningi varðandi um hvað umsögn félagsins raunverulega fjallaði. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi harmar það að stjórnmálaflokkur skuli slíta úr samhengi umsögn fagfélags og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar á þennan hátt í pólitískum tilgangi."

Enn fremur er sú gagnrýni sem fram kemur í umsögn umhverfisfræðinganna um frumvarpið í þveröfuga átt við stefnu Sjálfstæðisflokksins, en félagið vill t.a.m. að orðalag í tengslum við nýtingu og eign náttúruauðlinda verði skoðað betur, til verndar náttúrunni og auðlindum hennar. 

Ég er viss um að frumvarpið (til breytinga á stjórnarskránni) mætti bæta heilan helling, efast ekki um það þrátt fyrir að hafa enn ekki séð það í heild, en svo mikið er víst að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa ekki fyrir þeim breytingum til batnaðar sem ég á við, enda bera þeir ekki annarra hag en sinn eigin fyrir brjósti, og láta ekkert stoppa sig í óforskammaðri baráttu sinni við að halda völdunum áfram á sömu fáu höndunum.

 


mbl.is Fordæma rangfærslur í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: jórunn

Á heimasíðu Félags umhverfisfræðinga má finna tilkynninguna sem þeir sendu frá sér, og hér má finna frétt DV um sama efni.

jórunn, 9.4.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband