Er þetta löglegt?

Enn og aftur er skoðanakönnun framkvæmd á virkilega ósiðlegan hátt, ef löglegan, og niðurstaða hennar afbakaður skrumskælingur sannleikans, ef ekki hreinlega lygi.

 

Fréttinni hér að neðan fylgir útgefið rit Capacent á pdf formi um framkvæmd og niðurstöður könnunarinnar. Á síðu 2 má finna eftirfarandi texta: 

 Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum:
„Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“
Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði
líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort
er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna
flokkanna?“

Hvernig niðurstaðan er síðan reiknuð út kemur hvergi fram. Þriðja spurningin týnir til öll þau mögulega-mögulegu atkvæði Sjallanna, en hvað verður þá um tölur þeirra sem svara þriðju spurningunni neitandi?? Hverjir hagnast á nei-unum? Þetta kemur hvergi fram í bæklingnum um skoðanakönnunina, en það verður að teljast líklegast að þau komi engum hinna flokkanna til góða, en stuðli þannig enn fremur að hærri tölum Sjálfstæðisflokksins.

En það eru þó góðar fréttir, að þrátt fyrir allan þennan samtýning komist Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema í þriðja sæti NV kjördæmis!

 


mbl.is Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband